Spurning um hvort ábyrgðartryggja eigi börn í skólastarfi

Stjórn Heimilis og skóla telur að dómur í svonefndu Mýrarhúsaskólamáli, þar sem móðir ungrar stúlku var dæmd til að greiða kennara tæpar 10 milljónir króna í bætur fyrir hönd dóttur sinnar, vekji upp áleitnar spurningar, m.a. um  hvort það sé eðlilegt að börn séu ábyrgðartryggð í skólastarfi á kostnað opinberra aðila vegna líkamstjóns sem þau valda samnemendum eða kennurum sínum.

Segir stjórnin, að slíkt gæti hvoru tveggja verið til hagsbóta fyrir tjónþola, sem ætti þá auðveldara með að fá bætur greiddar, sem og börnin sjálf. 

Stjórnin segir, að útgangspunktur dómsins er sú staðreynd, að börn geta verið skaðabótaskyld á grundvelli sakar vegna tjóns sem þau valda öðrum og foreldrar verða að vera meðvitaðir um það. Dómurinn ætti því að vekja foreldra til umhugsunar um hvernig tryggingamálum fjölskyldunnar sé hagað. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert