Segir álver í Helguvík aðeins nýta þriðjung af lausum losunarheimildum

Tölvumynd sem sýnir hvar hugsanlegt álver í Helguvík myndi rísa.
Tölvumynd sem sýnir hvar hugsanlegt álver í Helguvík myndi rísa.

Norðurál segir, að eftir úthlutun á losunarheimildum hérlendis á koltvísýringi fyrir árin 2008-2012, sem fram fór síðastliðið haust, hafi um 1,8 milljónum tonna af losunarheimildum skv. hinu  svokallaða íslenska ákvæði ekki enn verið úthlutað.

Norðurál sótti um 637.000 tonna kvóta fyrir álver í Helguvík eða um þriðjung þess sem afgangs er.  Við næstu úthlutun segist Norðurál reikna með að sækja um þetta sama magn.  Þá muni standa eftir um 1270 þúsund tonn af losunarheimildum á tímabilinu. 

Segir Norðurál það vera misskilning, að álver í Helguvík hindri framgang annarra verkefna vegna losunarheimilda. Miðað við stöðu þekktra verkefna verði að teljast líklegra að ekki náist að nýta að fullu losunarheimildir samkvæmt íslenska ákvæðinu á tímabilinu 2008-2012.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert