Kínverjar með fölsuð vegabréf

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/ÞÖK

Tvær kínverskar konur voru stöðvaðar við landamæraeftirlit í Leifsstöð í gær og reyndust þær vera með fölsuð vegabréf. Konurnar eru í haldi lögreglu á Suðurnesjum og stendur rannsókn á máli þeirra yfir. Vonast er til að hún gangi hratt fyrir sig.

Konurnar komu til landsins með flugi frá Spáni og vöktu vegabréf þeirra grunsemdir. Nánari athugun leiddi í ljós að þau voru fölsuð. Talið er að þær hafi einungis ætlað að dvelja í skamman tíma á Íslandi og að endanlegur áfangastaður þeirra hafi að líkindum verið Bretland.

Í málum af þessu tagi hefur venjan verið sú, að ákæra er gefin út ef grunur um sök reynist á rökum reistur. Algengt er að fólk, sem hefur verið sakfellt fyrir brot af því tagi, sem konurnar eru grunaðar um, hefur verið dæmd í 30-45 daga fangelsi og því síðan vísað úr landi.

Leifsstöð.
Leifsstöð. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert