Kraftaverkin þurfa að bíða vegna manneklu

„Það afar sjaldgæft að hægt sé að gera kraftaverk í læknisfræði en þetta er eitt dæmi um það,“ segir Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugalækningadeild Landspítala um heilaskurðaðgerð sem um 35 flogaveikir Íslendingar hafa farið í frá árinu 1992. Aðgerðin er árangursrík en gagnast aðeins litlum hópi flogaveikra. „Fólk sem er nánast bundið við rúmið vegna tíðra floga og aukaverkana frá lyfjunum getur losnað við flogin og lyfin. Það gerist ekki betra,“ segir Elías.

 Slæmu fréttirnar eru þær að vegna manneklu og tilheyrandi álags á taugadeildinni hefur ekki verið hægt svo vel sé að taka flogaveika í rannsókn sem er nauðsynleg til að finna þá sem hægt er að hjálpa með skurðaðgerð.

Og fleiri sjúklingar bera skarðan hlut frá borði. „Það vantar miklu meiri þjónustu við alla okkar sjúklingahópa,“ fullyrðir Elías.

Taugasjúklingar með langvinna sjúkdóma sem þurfa sérhæfða hjúkrun, komast t.d. ekki alltaf að á legudeildinni og eru lagðir inn á aðrar deildir. Þá hefur dagdeildin sprengt utan af sér húsnæðið og starfsfólkið sér ekki fram úr verkefnunum. „Þó að á taugadeildinni sé oft á tíðum þungur hópur sjúklinga, og óneitanlega verði oft meira álag á starfsfólkinu en æskilegt væri, er hér mikil samheldni hjá starfsfólkinu,“ segir Margrét Rögn Hafsteinsdóttir deildarstjóri. „Það er það sem heldur starfseminni uppi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert