Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur svarað spurningum umboðsmanns Alþingis um veitingu embættis héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands. Árni segist í svarinu telja, að ráða megi það af spurningum umboðsmanns að hann hafi þegar mótað sér skoðun á málinu og svörin hafi því takmarkaða þýðingu og þar með hinn sjálfsagði réttur ráðherra til andmæla.

Árni segir í svörum sínum, að fagnefnd, sem mat hæfni umsækjenda um stöðuna, hafi ekki metið að verðleikum að Þorsteinn Davíðsson starfaði sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í fjögur ár. Þorsteinn var skipaður í embættið.

Bréf Árna í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert