Aðalflutningar hætta rekstri

 Flutningafyrirtækið Aðalflutningar, sem stofnað var árið 1998, hættir starfsemi í dag. Fyrirtækið hefur haft starfsstöðvar á Egilsstöðum, Djúpavogi og í Reykjavík og missa ellefu starfsmenn þess vinnuna.

Fyrirtækið Betri flutningar keyptu Aðalflutninga árið 2004 og voru með vöruflutninga til og frá höfuðborgarsvæðinu og innan Austurlands.

Eigendur Aðalflutninga segja ekki rekstrargrundvöll lengur fyrir fyrirtækið, enda samkeppnin hörð. Fyrirtækið sé þó ekki á leið í gjaldþrot, heldur hafi verið ákveðið að leggja reksturinn af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert