Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti

Reuters

Að gefnu tilefni vill Ríkislögreglustjórinn vara við enn einni útgáfu af tölvubréfum í anda Nígeríubréfa. Þarna er um að ræða svindl sem heitir FreeLotto þar sem reynt er að hafa fé af fólki. Ríkislögreglustjórinn varar fólk eindregið við að svara slíkum bréfum, eða smella á vefslóðir í þessum póstum.

Eyða skal þessum póstum óopnuðum. Í þessu tilfelli er um að ræða svindl sem er mjög virkt um þessar mundir og fjöldi fólks hefur tapað fé á þessum viðskiptum, samkvæmt frétt frá embætti ríkislögreglustjóra.

Nánari upplýsingar um bréfin 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert