Börðu pilt með kúbeini

Lögreglan á Selfossi handtók síðdegis í gær þrjá pilta 17 og 18 ára í tengslum við rannsókn á líkamsárás á 16 ára gamlan pilt á hjólabrettasvæði á Selfossi á sunnudagskvöld.  Við rannsókn málsins kom fram að kúbeini var beitt í árásinni. 

Lögreglan segir, að yfirheyrslur hafi staðið yfir fram yfir miðnætti. Tveir piltanna voru látnir lausir í gærkvöldi en framburður þess þriðja þótti óljós og verður hann yfirheyrður öðru sinni nú fyrir hádegi. Eftir er að yfirheyra nokkur vitni sem gert verður í vikunni. 

Lögreglan segir, að fyrir liggi að tveir piltanna, 17 og 18 ára, stóðu að árásinni og stúlka og drengur áttu hlutdeild í henni.  Kúbeinið er í vörslu lögreglunnar og rannsóknin á lokastigi. 

Sá sem fyrir árásinni varð er óbrotinn en bólginn í andliti eftir hnefahögginn og aumur í baki eftir kúbeinið.  Hann var á hjólabrettasvæði við sundlaugina á Selfossi þegar árásarmennirnir komu þangað í tveimur bílum, stigu út og réðust á piltinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert