Farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli

mbl.is/ÞÖK

Mælingar á strætónotkun í tengslum við tilraunaverkefnið „frítt í strætó“ fyrir námsmenn á framhalds- og háskólastigi hafa m.a. leitt í ljós að farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli. Er aukningin nánast öll tilkomin vegna verkefnisins.

Í tilkynningu um niðurstöður mælinganna segir m.a.:

„Ljóst virðist að nemendur nýta sér strætó meira en áður og hefur ferðatíðni þeirra aukist sem þessu nemur. Námsmenn á framhalds- og háskólastigi eru nú um 40% allra þeirra sem ferðast með strætó.“

„Ennfremur eru almennt viðhorf til verkefnisins jákvætt. Þannig telja 96% nemenda að fríkort í strætó hafi hvetjandi áhrif á nemendur til aukinnar notkunar og rúm 80% segjast nota strætó oftar en í fyrra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert