Kláfur lagður í saltpækil

Kláfurinn er teiknaður inn á myndina
Kláfurinn er teiknaður inn á myndina Bæjarins besta

Ekkert verður af byggingu kláfs í Skutulsfirði að svo stöddu. Skafti Elíasson, forsvarsmanna Eyrarkláfs, segir í viðtali við Bæjarins besta að hugmyndin hafi verið lögð í saltpækil.

„Það eru engir peningar til í þjóðfélaginu og kláfurinn verður í saltpækli þar til eitthvað breytist“, segir Skafti. Kláfur upp á topp Eyrarfjalls á að vera aðdráttarafl fyrir ferðamenn og á heimasíður Eyrarkláfs segir að helsti markhópur kláfsins séu ferðamenn sem koma til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum.

Hugmyndir um byggingu kláfsins komu upp fyrir um tveimur árum og hafa feðgarnir Úlfar Ágústsson og Úlfur Úlfarsson verið helstu samstarfsmenn Skafta í undirbúningnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert