Fimmtug í fíkniefnasölu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimmtuga konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Fullnustu refsingarinnar var frestað, haldi konan skilorð. Henni var að auki gert að greiða rúmar 112 þúsund kr. í málskostnað og þóknun til skipaðs verjanda.

Konan var ákærð fyrir að hafa í vörslum sínum 457 g af hassi og 35 g af amfetamíni, sem að hluta til var ætlað til sölu. Lögregla lagði einnig hald á 300 þúsund kr. í reiðufé, sem talið er vera gróði af fíkniefnasölu.

Konan, sem játaði brot sín skýlaust, hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert