Fjölmenni á íbúafundi um mislæg gatnamót

Frá íbúafundi í Kennaraháskóla Íslands í kvöld.
Frá íbúafundi í Kennaraháskóla Íslands í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vel á annað hundrað manns mættu á íbúafund, í Kennaraháskóla Íslands, um fyrirhugaðar framkvæmdir við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tengdar stokkalausnir, nú í kvöld. Fundurinn hófst klukkan fimm og lauk um sjöleytið.

Á fundinum töluðu Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, Hilmar Sigurðsson, formaður íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar og Baldvin Einarsson, yfirverkfræðingur hjá Línuhönnun.

Að framsögum loknum var opnað á spurningar. Færri komust að en vildu í fyrirspurnartímanum og var þar spurt um allt frá almenningssamgöngum til svifryksmengunar, útlits mannvirkja og hljóðvistar, svo fátt eitt sé nefnt.

Fram kom á fundinum að samráðshópur stjórnvalda, framkvæmdaraðila og íbúa verður starfræktur næstu misserin, og að enn er margt óráðið um hvernig framkvæmdum verður háttað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert