Víkingur á uppleið

„Ég held að Víkingar [meistaraflokkur karla] séu á uppleið. Þó að þeir hafi dottið núna, þá held ég að það verði ekki langvinnt,“ segir Lára Herbjörnsdóttir, sem gjarnan er kölluð amma Víkingur. Lára er ein fjölmargra stuðningsmanna Víkings sem fagna aldarafmæli félagsins í dag.

Víkingar ætla að fagna hundrað ára afmæli félagsins í heilt ár. Afmælishátíðin byrjar á afmælisdaginn, sem er í dag, en veisluhöld hefjast 1. maí með skrúðgöngu, fjölskylduhátíð og sögusýningu í Víkinni.

Rætt er við Láru í Mbl sjónvarpi í tilefni dagsins. 

Þá er nánar fjallað um aldarafmæli Víkings í sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert