Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun

Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær. Samfylkingin hefur tapað fylgi.

Samkvæmt könnuninni segjast 38,6% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 40,1% sögðust ætla að kjósa flokkinn í könnun sem blaðið gerði í febrúar. Fylgi Samfylkingarinnar er 26,8% en var 35,2% í febrúar. Fylgi Vinstri grænna er 20,9% en var 14,2% í febrúar. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 7,0% en var 5,9% í febrúar. Fylgi Frjálslynda flokksins mældist 5,5% en var 3,8% í febrúar.

Hringt var í 800 manns á laugardaginn og var svarprósentan 55%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert