Sjóður stofnaður í nafni Bjarna Benediktssonar

Bjarni Benediktsson. ódagsett.
Bjarni Benediktsson. ódagsett. mbl.is/ÓKM

100 ár verða liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, þann 30. apríl og í tilefni af því hefur verið stofnaður  sjóðurinn Rannsóknarstyrkir Bjarna Benediktssonar verið stofnaður. Verða fyrstu styrkir úr sjóðnum afhentir  í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þennan dag.

Við athöfnina, sem Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra, stjórnar, skýra formenn dómnefnda, Anna Agnarsdóttir, sagnfræðiprófessor, og Róbert R. Spanó, lögfræðiprófessor, frá fyrstu rannsóknarstyrkþegum.

Fram kemur, að markmið sjóðsins sé að styrkja rannsóknir á þeim sviðum lögfræðinnar, sem snerta innviði stjórnskipunarinnar og réttaröryggi borgaranna gagnvart leyfisvaldi og eftirliti stjórnvalda. Styrkir á svið hag- og stjórnmálasögu 20. aldar til okkar daga skulu veittir til að efla rannsóknir og dýpka skilning á umbreytingum í íslensku efnahagslífi, stjórnmálum og utanríkismálum á 20. öld.

Skulu árlega veittir allt að þrír styrkir á hvoru fræðasviði, ein milljón og tveir 500 þúsund króna styrkir, það er að hámarki fjórar milljónir á ári og er markmiðið, að sjóðurinn starfi í fimm ár. Sjóðsstjórn hefur sent bréf til fyrirtækja og einstaklinga og boðið þeim að leggja sjóðnum lið með fjárframlögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert