Ekki þörf á að endurskoða grunn fjárlaga

Árni M. Mathiesen, sagðist á Alþingi í dag ekki vera þeirrar skoðunar, að draga eigi úr þeim umsvifum, sem stjórnvöld hafa ákveðið á þessu ári. Sagðist Árni ekki hafa séð þær forsendur að nauðsynlegt sé að endurskoða grunn fjárlaga með öðrum hætti, en þeim sem hefðbundinn væri fyrir fjáraukalög á hausti.

Árni var að svara fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni, þingmanni Framsóknarflokks, sem vísaði til ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks og varaformanns fjárlaganefndar í gær. Þá sagði Kristján, að hann teldi að skoða þurfi forsendur fjárlaga í ljósi efnahagsþróunarinnar í aprí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert