Mikið tjón í sinubrunum

Svörtu flekkirnir sýna svæðin sem urðu eldi að bráð. Til …
Svörtu flekkirnir sýna svæðin sem urðu eldi að bráð. Til hægri er svæðið sem brann aðfaranótt þriðjudags en vinstra megin svæðið sem brann aðfaranótt mánudags. mynd/LHG

Ljóst er að mikið tjón varð varð í tveimur sinubrunum við Hvaleyrarvatn, ofan Hafnarfjarðar, í vikunni. Sex piltar á aldrinum 17-20 ára voru handteknir vegna rannsóknarinnar. Að sögn lögreglu liggur aðild 5 þeirra fyrir og hafa þeir játað sök en alls voru 10 piltar yfirheyrðir vegna sinubrunanna.

Aðfaranótt mánudags var kveikt í sinu norðan við vatnið og rúmlega sólarhring síðar voru brennuvargar á ferð sunnan við Hvaleyrarvatn. Á myndum, sem Landhelgisgæslan tók af svæðinu, sést að stór svæði urðu eldinum að bráð.

Í apríl hafa lögreglumenn af svæðisstöðinni í Hafnarfirði farið í níu útköll vegna sinubruna. Oft er um að kenna fikti barna með eldspýtur en í nýjustu sinubrununum við Hvaleyrarvatn var ekki slíku fyrir að fara. Þar áttu engir óvitar hlut að máli. Þess má jafnframt geta að fyrr í mánuðinum kviknaði í stolnum bíl og hesthúsi á þessum sömu slóðum en þau mál eru óupplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert