Húsi sökkt í Tjörnina

Borgarstarfsmenn sáust í dag við heldur óvenjulega iðju en þeir voru að koma litlu húsi fyrir í Tjörninni. Þegar betur var að gáð reyndist húsið vera listaverk, sem mun mara í hálfu kafi í Tjörninni á meðan Listahátíð í Reykjavík stendur yfir en hátíðin verður sett í dag.

Verkið nefnist Atlantis og er eftir Tea Mäkipää og Halldór Úlfarsson. Á vef Listahátíðar segir, að húsið sé tákn fyrir hugmyndir okkar um að lifa af. Frá Tjarnarbakkanum sést í eitt horn þessa litla húss; frá því stafar hlýlegri birtu og hljóðlátur erill daglegs lífs ómar inni fyrir, allt frá rauli til rifrilda. 

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert