Jarðskjálfti á Skjálfanda

Jarðskjálftar sem orðið hafa undan Norðurlandi síðustu daga.
Jarðskjálftar sem orðið hafa undan Norðurlandi síðustu daga.

Jarðskjálfti, sem mældist 3,1 stig á Richter, varð í mynni Hvalvatnsfjarðar í morgun kl. 9:04. Að sögn Veðurstofunnar voru upptök skjálftans á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, um 8 km fyrir vestan Flatey á Skjálfanda. Ekki er vitað til að skjálftinn hafi fundist. Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert