Framkvæmdir við nýjan Gjábakkaveg hefjast innan tíðar

 Vegagerðinni bárust 10 tilboð til lagningar Lyngdalsheiðarvegar eða nýs Gjábakkavegar; tilboðin voru opnuð á þriðjudag. Vegurinn verður um 15 km langur en einnig verður lögð um 1,7 km löng vegtenging frá Lyngdalsheiðarvegi að núverandi Gjábakkavegi.

„Framkvæmdin hefur farið tvívegis í umhverfismat og Vegagerðin hefur skoðað fjölda hugsanlegra vegstæða á þessu svæði,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, inntur eftir því hvort tekið hafi verið tillit til þeirrar gagnrýni sem vegaáformin hafa sætt undanfarið.

Kallað hefur verið eftir úrbótum á Gjábakkavegi í nokkurn tíma, m.a. frá landeigendum og aðstandendum ferðaþjónustu. Áform um lagningu nýs vegar, sunnan við gamla Gjábakkaveg, hefur verið harðlega gagnrýnd og telur Landvernd m.a. að vegurinn muni valda miklu raski á náttúru Þingvallavatns, nægt hefði að lagfæra núverandi veg.

Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur hefur lengi barist gegn nýja veginum og varað við því að lífríki Þingvallavatns sé hætta búin. Hann hefur stefnt Vegagerðinni og krafist þess að úrskurður umhverfisráðherra um að veita Vegagerðinni heimild til að leggja veginn verði dæmdur ógildur.

Stefna Péturs M. Jónassonar mun samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar ekki tefja vegaframkvæmdirnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert