Vinstristefna að tala niður atvinnulífið

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Alþingi, að afstaða Samfylkingarinnar í hvalveiðimálinu kæmi á óvart en um væri að ræða hluta af þeirri vinstristefnu, að tala niður atvinnulífið.

Jón sagði að fordæmi væru fyrir þeirri ákvörðun ráðherra Samfylkingarinnar að lýsa sameiginlega yfir andstöðu við ákvörðun um að gefa út hrefnukvóta. Raunar væru fordæmi yrir þessu í sögu Alþingis þegar Ísland færði landhelgina út í 50 mílur. Þá hefðu ráðherrar Alþýðubandalagsins lýst andstöðu við samninga, sem gerðir voru við Breta. 

„Þetta er hluti af þessari vinstristefnu, að tala niður atvinnulífið: Að hér megum við ekki virkja, ekki byggja upp atvinnutækifæri út um land byggð á framkvæmdum við okkar náttúruauðlindir, hér megum við ekki veiða hvali með sjálfbærum hætti," sagði Jón.

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að fullyrða mætti, að allir þingmenn vildu veg atvinnuveganna sem mestan og enginn vinni markvisst af því að draga úr gildi og vægi atvinnuveganna. Umræða af þessu tagi dæmdi sig sjálf.

Lúðvík hafði fyrr í umræðunni tekið undir þá skoðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, að með því að heimila veiðar á hrefnu nú sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert