Ríkisstjórnin ársgömul

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Þingvöllum fyrir …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Þingvöllum fyrir réttu ári. mbl.is/Sverrir

Eitt ár er í dag liðið frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en ríkisstjórn þessara flokka tók við 24. maí 2007. Hefur börnum á leikskólanum Tjarnarborg m.a. verið boðið  í ráðherrabústaðinn í dag af þessu tilefni.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum að morgni 23. maí og tilkynnti honum að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafi verið mynduð. Kvöldið áður höfðu flokksráð Sjálfstæðisflokks og flokksstjórn Samfylkingar samþykkt stjórnarmyndunina og ráðherraefni flokksins.

Þau Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, kynntu síðan nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar á blaðamannafundi á Þingvöllum laust fyrir hádegi þennan dag. Daginn eftir tók ríkisstjórnin við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert