Vilja gos og sælgæti frá kössum

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa lagt fram leiðbeinandi tillögur í sambandi við neytendavernd barna og leggja meðal annars til að hvorki gos né sælgæti verði við afgreiðslukassa verslana.

Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa unnið saman að aukinni neytendavernd barna undanfarin rúm tvö ár. Hluti vinnunnar hefur snúið að því hvernig ýta megi undir heilbrigðari lífsstíl og jákvæðari líkamsímynd barna og unglinga. Meðal annars hefur verið haft samráð við almannasamtök, fræðimenn, hagsmunasamtök fyrirtækja á markaði, sjónvarpsstöðvar og fulltrúa auglýsingastöðva.

Samkvæmt tillögunum á öll markaðssókn sem beinist að börnum að leitast við að miðla heilbrigðri líkamsmynd og mannvirðingu og forðast óheilbrigðar staðalmyndir.

Sælgæti, flögur, gos eða þvíumlíkt á ekki að vera nærri kassa í dagvöruverslunum. Ennfremur er mælst til þess að auðvelt verði fyrir fólk með börn að fara um dagvöruverslun án þess að þurfa að fara framhjá matvælum sem höfða sérstaklega til barna og hafa hátt innihald salts, sykurs eða fitu, einkum ef þau eru í sjónhæð ungmennanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert