Matvælafrumvarpi frestað

Frumvarpið gerði m.a. ráð fyrir að opnað verði fyrir innflutning …
Frumvarpið gerði m.a. ráð fyrir að opnað verði fyrir innflutning á hráu kjöti árið 2009.

Ákveðið hefur verið að fresta til hausts afgreiðslu frumvarps um að lögleiða matvælareglur Evrópusambandsins. Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, staðfestir þetta í Bændablaðinu í dag.

Einar segir við blaðið, að  í þeim umsögnum sem borist hafi um frumvarpið frá  hagsmunaaðilum sé algengt að menn óski eftir frestun á afgreiðslu svo betri tími gefist til að gaumgæfa þessa mikilvægu löggjöf. Hins vegar komist afar fáir að þeirri niðurstöðu að rétt sé að hafna frumvarpinu í heild sinni. 

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun þar sem þessari niðurstöðu er fagnað Enginn vafi sé á því, að samstaða og samtakamáttur Bændasamtakanna, íslenskra matvælaframleiðenda og neytenda, sérfræðinga í matvælaheilbrigði og fjölmargra sveitarfélaga á landsbyggðinni skipti sköpum um undanhald ráðherra.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert