Þúsundir hjóluðu í vinnuna

Átakinu Hjólað í vinnuna lauk í gær. Þetta var í sjötta skiptið sem farið er af stað með átakið og að þessu sinni stóð það yfir í 19 daga.

Skömmu fyrir miðnætti í gær höfðu þátttakendur hjólað sem nemur 306,5 hringjum í kringum landið eða 410,351 kílómetra. Í fyrra voru farnir 312,78 hringir í kringum landið eða 10,4 hringir í kringum jörðina.

Keppt var í tveimur greinum, fjölda þátttökudaga og mestum kílómetrafjölda. Fyrirtækjunum var skipt í sex hópa eftir fjölda starfsmanna. Alcan varði heiður sinn og hreppti fyrsta sætið í báðum greinunum í hópi stærstu vinnustaðanna, rétt eins og í fyrra.

Grunnskólar, þekkingarsetur, fjallaleiðsögumenn, bílaleigur, tryggingafélög og opinberar stofnanir voru meðal vinnustaða er tóku þátt í átakinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert