Eftirlit með „svörtum blettum“

Ákveðið hefur verið að efla eftirlit með svonefndum svörtum blettum á hringveginum í sumar og fram á haust. Með svörtum blettum er átt við vegarkafla þar sem mörg slys verða. Vegagerðin heldur utan um skilgreiningu á slíkum „blettum“ og hefur látið lögreglu í té kort yfir verstu vegarkaflana. Af augljósum ástæðum er ekki venja að birta almenningi slík kort.

„Það verða til dæmis auknar hraðamælingar á þeim stöðum sem metnir eru hættulegir,“ segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Hann, líkt og aðrir viðmælendur Morgunblaðsins, fagnar framtakinu og vonast er til að banaslysum fækki í kjölfarið.

Þessi stefna, að ráðast beint að rótum vandans, þ.e. að taka fyrir þá staði þar sem flest slys verða, hefur fengið meira vægi í forvörnum undanfarin ár. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir að m.a. sé litið til þeirra þjóða sem nái góðum árangri í baráttunni gegn umferðarslysum og reynt að læra af þeim. „Við erum alltaf í meira mæli að nota tölfræðina, og sáum í fyrra minni meðalhraða og færri banaslys.“ Ágúst minnir þó á að alvarleg slys hafi verið fleiri en viðunandi sé. Á síðasta ári urðu fimmtán banaslys í umferðinni, en þau voru 28 árið 2006, og lést þá 31 einstaklingur.

Vegagerðin mun jafnframt halda áfram að fækka einbreiðum brúm í sumar. Í dag eru 50 einbreiðar brýr á hringveginum en reynt er að fækka um 10–20 einbreiðar brýr á öllu landinu á ári. Í fyrra var fækkað um 23 einbreiðar brýr en ekki er ljóst hversu margar þær verða í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert