Bíómiðinn kominn upp í 1.000 krónur

Jim Smart

Almennt miðaverð kvikmyndahúsanna hækkaði fyrir stuttu um 11% eða úr 900 krónum í 1.000 krónur. Þá hefur um nokkurt skeið tíðkast að bæta 50 krónum við miðaverð ef um er að ræða stafræna sýningu og hjá Sambíóunum einnig ef myndin er lengri en 120 mínútur. Þessi hækkun kemur í kjölfar svipaðrar hækkunar í fyrra og hefur miðaverð því hækkað um 25% á tveimur árum.

Minnihluti samninga háður gengi

Ingi Úlfar Helgason, upplýsingafulltrúi SAMfélagsins, segir það algengan misskilning að gengi krónunnar ráði miðaverði. Flestir samningar félagsins við erlend kvikmyndaver séu í íslenskum krónum og því snerti gengislækkun krónunnar kvikmyndahúsin mun minna en margir ætli. Í sama streng tekur Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, sem segir að í miklum meirihluta tilvika séu gerðir samningar við kvikmyndaverin um að þau fái ákveðið hlutfall af miðaverði.

Rekstrarkostnaður hækkar mikið

Með nokkurri einföldun má segja að andvirði miðans samanstandi af þremur þáttum: virðisaukaskatti, leigu á mynd, sem sé oft um og yfir helmingur miðaverðs, og hlut kvikmyndahússins, sem m.a. er notaður til að greiða rekstrarkostnað. Það er síðastnefndi liðurinn sem veldur hækkuninni nú og benda forsvarsmenn kvikmyndahúsanna sérstaklega á miklar launahækkanir að undanförnu. Þannig bendir Ingi Úlfar á að launataxtar hafa hækkað um 19% frá áramótum og um 66% frá 2004 og Sigurður bætir við að kostnaður við húsnæði hafi aukist mikið. Verð á bíómiða hafi engan veginn haldið í við rekstrarkostnað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert