Krakkasúpa í Nauthólsvík

Krakkarnir sem sækja um þessar mundir siglinganámskeið á vegum ÍTR í Nauthólsvík skemmta sér konunglega í veðurblíðunni. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára og eru um 300 pláss í boði yfir sumarið og er það mat námskeiðahaldara að tvö börn séu um hvert pláss.

Eftir stutt sjóbað er farið í gamalt fiskeldiskar til að hita sig upp. Þá verður til það sem kallað er „krakkasúpa" en börnin eru látin hoppa í sjóinn til að læra að treysta flotvestunum og til að öðlast þá reynslu sem kalt sjóbað er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert