Útvarpi Sögu gert að greiða eftirstöðvar launa

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is

Útvarp Saga var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða þáttastjórnanda eftirstöðvar greiðslna fyrir þáttagerð. Hins vegar var ekki fallist á að Saga ætti að greiða þáttastjórnandanum leigubílakostnað. Þótti sannað að þáttastjórnandinn hafi átt að fá greiddar 1.312.500 krónur fyrir vinnu sína á tímabilinu 1. júlí 2005 til 23. mars 2006.

Útvarp Saga hafði einungis greitt þáttastjórnandanum 900.000 krónur af laununum og þarf því að greiða þáttastjórnandanum mismuninn auk dráttarvaxta af heildarupphæðinni þar sem greiðslur voru greiddar mun seinna en um var samið. Jafnframt var útvarpi Sögu gert að greiða málskostnað þáttastjórnandans, 250 þúsund krónur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert