1.000 bjarkir fyrir Björk

Sól á Suðurlandi og Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagnar tónleikum Sigurrósar og Bjarkar, 28 júní, og framlagi þeirri til náttúruverndar á Íslandi, að því er segir í tilkynningu.

Sól á Suðurlandi og Náttúruverndarsamtök Suðurlands vill þakka Björk fyrir að bera hróður landsins um alla veröld og stuðning hennar við náttúruvernd með því að planta 1000 björkum í landi Skaftholts í Gnúpverjahreppi á morgun, laugardag kl. 14:00.

„Bjarkirnar munu mynda lund og í honum miðjum verður Sigurrósargarður þar sem Sól á Suðurlandi og náttúruunnendur munu hittast í framtíðinni og fagna sigrum í baráttunni og þeirri rós í hnappagat Íslands sem Þjórsárdalur verður enn," að því er segir í tilkynningu samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert