Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Vextir Íbúðalánasjóðs lækka í dag. Útlánavextir íbúðalána með
uppgreiðsluákvæði verða 5,05% en 5,55% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Áður voru vextir lána með uppgreiðsluákvæði 5,20% og 5,70% á lánum án uppgreiðsluákvæðis. Vaxtaákvörðunin byggir á ávöxtunarkröfu í nýloknu útboði íbúðabréfa.

Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 4,59%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna útlánaáhættu 0,20% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,50%.  Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag, samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Alls bárust tilboð að nafnvirði 20,8 milljarður króna í útboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert