Nokkur erill hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði á urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í morgun.
Eldur kviknaði á urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í morgun. Elfa Björk Kristjánsdóttir

Nokkur erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt. Stærsta verkefnið var eldur sem kviknaði í urðunarstöð sorphauganna í Álfsnesi og kraumar þar enn. Þá voru nokkrir smáir eldar í gróðri í Elliðaárdalnum og eitthvað um olíuleka frá bílum í bænum.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um hálf fjögur í nótt um að eldur logaði í urðunarstöðinni í Álfsnesi. Logaði þar eldur á talsvert stóru svæði og reykurinn mikill. Eldurinn var slökktur að mestu en síðan höfð vakt sem lauk upp úr sex í morgun. Eitthvað kraumar þar enn og leggur nokkurn reyk út á sjó. Starfsmenn Sorpu eru á svæðinu og vinna nú við að moka yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert