570 hundar á sýningu

Besti hundur sýningar ásamt sýnanda sínum Ágústu Pétursdóttur
Besti hundur sýningar ásamt sýnanda sínum Ágústu Pétursdóttur mbl.is/Johan Frick-Meijer

Sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) var haldin helgina 28.-29. júní s.l. og voru um 570 hundar af 84 tegundum skráðir til leiks ásamt rúmlega 30 ungum sýnendum. 

 Besti hundur sýningar var valinn ameríski cocker spaniel hundurinn ISCH SUCH WW-06 Wib´s Tri´N Catch Me sem er innfluttur hingað til lands frá Danmörku. Eigandi hans er Eigandi hans er Michael Kristensen.  

Besti hvolpur dagsins í yngri flokki á laugardegi var amerískur cocker spaniel, Æsku Ice Cube. Eigandi hans er Ásta Arnardóttir.

 Í eldri flokki varð siberian husky hvolpurinn Hulduheims Rauður Máni hlutskarpastur en eigendur hans eru Hulda Margrét Óladóttir og Heiða M. Gunnlaugsdóttir.  

Á sunnudegi sigraði þýski fjárhundurinn Kolgrímu Blade Hólm yngri hvolpaflokk en eigandi hans er Gísli V. Gunnarsson.

Besti hvolpur sunnudagsins í eldri hvolpaflokki var Heimsenda Indjána Tár en hún er af tegundinni Australian Shephard. Eigendur hennar eru Björn Ólafsson og Lára Birgisdóttir.  

Besti öldungur sýningar var af tegundinni enskur cocker spaniel, INTUCH ISCH Bjarkeyjar Eir. Eigandi hennar er Inga B. Gunnarsdóttir.

Fyrri dag sýningarinnar lét unga kynslóðin ljós sitt skína en þá var keppt í flokki ungra sýnenda þar sem samspil hunds og sýnanda. Í eldri flokki ungra sýnanda, 14-17 ára, var það Þorbjörg Ásta Leifsdóttir sem bar af en hún sýndi írskan setter. Þorbjörg Ásta mun keppa fyrir Íslands hönd í flokki ungra sýnanda á heimssýningunni sem haldin verður í Svíþjóð um næstu helgi.

Í yngri flokki ungra sýnanda, 10-13 ára, varð Erna Sigríður Ómarsdóttir hlutskörpust en hún sýndi papillon.

Ný tegund mætti til leiks í fyrsta skipti á Íslandi á þessari sýningu en það var tík af tegundinni Old English Sheepdog en tegundin tilheyrir tegundahópi fjár- og hjarðhunda.   
Besti ungi sýnandinn í eldri flokki, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir, ásamt …
Besti ungi sýnandinn í eldri flokki, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir, ásamt dómara
Besti hvolpur sýningar í yngri flokki á sunnudegi ásamt sýnanda …
Besti hvolpur sýningar í yngri flokki á sunnudegi ásamt sýnanda og dómara
Besti ungi sýnandinn í yngri flokki, Erna SigríðurÓmarsdóttir, ásamt dómara
Besti ungi sýnandinn í yngri flokki, Erna SigríðurÓmarsdóttir, ásamt dómara
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert