Danskir hermenn í fatnaði frá 66°Norður á Grænlandi

mbl.is/Ómar

66°Norður hefur skrifað undir samning við danska herinn um kaup á fatnaði frá keðjunni. Um er að ræða samning við Sirius herdeildina sem er sú deild sem ver nyrsta hluta Grænlands. Þessi hluti Grænlands er óbyggður að mestu og er mjög erfitt yfirferðar. Nýtir Sirius herdeildin m.a. hundasleða til þess að ferðast um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

66°Norður opnar nýja 300 fermetra sérverslun í Nørreport í Danmörku í haust auk þess sem fyrirtækið mun opna verslun í Magasin du Nord í Árósum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert