Lágvöruverslanir hækka mest

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað mest í lágvöruverðsverslunum undanfarnar 11 vikur eða um 4-9%. Hjá stóru lágvöruverðskeðjunum hefur vörukarfan hækkað um tæp 8% í Bónus og 6,5% í Krónunni. Hækkunin í öðrum verslunarkeðjum er á bilinu 3-4%. Mjólkurvörur,ostur og egg hækkaði mest í stóru lágvöruverðskeðjunum, í Bónus um 9% og Krónunni um 12% en hækkunin var 5-6% í Nettó og Kaskó.

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs hækkað um rúm 10% það sem af er ári og þar af um tæplega 9% frá því í marsmánuði.

Brauð og kornvörur í vörukörfunni hafa á tímabilinu, síðustu 11 vikur, hækkað um 8%-11% í lágvöruverðsverslununum, að Krónunni undanskilinni þar sem hækkunin er rúm 4%. <p>Kjötvörur eru sá vöruliður sem verð sveiflast jafnan mest á milli vikna í lágvöruverðsverslunum. Þetta skýrist af því að tímabundnir afslættir eru oft veittir af þessum vörum sem veldur miklum sveiflum í verði á milli vikna.  Verð á grænmeti og ávöxtum sveiflast alla jafna nokkuð og er verð á einstaka tegundum mjög háð árstíðarsveiflum. Þetta endurspeglast í verðmælingunum en verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins í þessum verslunum, að Bónus undanskildu, en hefur svo farið hækkandi á seinni hluta tímabilsins.

Drykkjarvörur í vörukörfunni hafa hækkað mest í Bónus og Krónunni um 5,5%-6,5%. Í Kaskó er verð á drykkjarvörum nánast óbreytt á tímabilinu en í Nettó nemur hækkunin 3%.

Vörukarfan hækkar um 3-4% í stórmörkuðum

Verð á vörukörfunni er mælt í þremur stórmörkuðum, Hagkaupum, Nóatúni og Samkaupum-Úrval. Fram undir miðjan maí var fremur lítil breyting á verði vörukörfunnar í þessum verslunum en eftir það tók það að síga upp á við. Í heildina hækkaði verð vörukörfunnar um 3-4% á tímabilinu.

Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 3,7% á tímabilinu frá annarri vikunni í apríl til þriðju vikunnar í júní og hjá Nóatúni um 3,8%. Í Samkaupum-Úrval hækkaði karfan um 1,4% á tímabilinu en hafði fram undir júní byrjun hækkað um 3% en lækkað svo milli síðustu tveggja verðmælinganna.

Mun minni sveiflur eru almennt í verði á kjötvörum í þessum verslunum en í lágvöruverðsverslunum en verð þeirra sveiflast samt sem áður nokkuð á milli vikna vegna tilboðsverða. Liðurinn mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 4-5% í þessum verslunum á tímabilinu.

Verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins, að Samkaupum-Úrvali undanskildu. Það fór svo hækkandi á seinni hluta tímabilsins og hefur í heildina hækkað um 12% í Nóatúni og Samkaupum-Úrval en um 5% í Hagkaupum.

Grænmeti hækkar mikið

Verðbreytingar eru skoðaðar í þremur s.k. klukkubúðarkeðjum 10-11, 11-11 og Samkaupum-Strax sem allar eru verslanir með langan opnunartíma. Verð breyttist almennt minna í þessum verslunarkeðjum í apríl og fyrri hluta maí en á seinni hluta tímabilsins. Vörukarfan hefur hækkað um 4% í öllum klukkubúðunum frá því mælingar hófust í apríl.

Brauð og kornvörur hafa hækkað um 5-6% í klukkubúðunum, nema í 10-11 þar sem hækkunin er minni, 2,5%. Mun minni sveiflur eru í verði á kjötvörum í klukkubúðunum 10-11 og 11-11 en í öðrum verslunum. Kjötvörur í vörukörfunni hækkuðu um 5% í 10-11 á tímabilinu en verð þeirra var nánast óbreytt í 11-11.

Í Samkaupum-Strax voru nokkrar sveiflur í verði kjötvara vegna tilboðsverða en verð þeirra hefur þó heldur farið hækkandi. Mjólkurvörur, ostar og egg í vörukörfunni hafa hækkað um 5-7% í 10-11 og 11-11 en mun minna, eða um 1% í Samkaupum-strax.

Grænmeti og ávextir hafa hækkað mikið í klukkubúðunum á tímabilinu, mest í Samkaupum-strax þar sem verðið hefur hækkað allt tímabilið og í heildina um u.þ.b. 20%. Sömu sögu er að segja í 11-11 en þar nemur hækkunin í heildina 12% en í 10-11 lækkaði verð á grænmet og ávöxtum á fyrri hluta tímabilsins en tók svo að hækka eftir það og hækkaði í heildina um u.þ.b.4%. Drykkjarvörur hækkuðu um 5% bæði í 10-11 og 11-11 en verð þeirra lækkaði lítillega í Samkaupum-strax í apríl og breyttist svo lítið eftir það.

Samanburður á verðkörfu ASÍ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...