Lágvöruverslanir hækka mest

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað mest í lágvöruverðsverslunum undanfarnar 11 vikur eða um 4-9%. Hjá stóru lágvöruverðskeðjunum hefur vörukarfan hækkað um tæp 8% í Bónus og 6,5% í Krónunni. Hækkunin í öðrum verslunarkeðjum er á bilinu 3-4%. Mjólkurvörur,ostur og egg hækkaði mest í stóru lágvöruverðskeðjunum, í Bónus um 9% og Krónunni um 12% en hækkunin var 5-6% í Nettó og Kaskó.

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs hækkað um rúm 10% það sem af er ári og þar af um tæplega 9% frá því í marsmánuði.

Brauð og kornvörur í vörukörfunni hafa á tímabilinu, síðustu 11 vikur, hækkað um 8%-11% í lágvöruverðsverslununum, að Krónunni undanskilinni þar sem hækkunin er rúm 4%. <p>Kjötvörur eru sá vöruliður sem verð sveiflast jafnan mest á milli vikna í lágvöruverðsverslunum. Þetta skýrist af því að tímabundnir afslættir eru oft veittir af þessum vörum sem veldur miklum sveiflum í verði á milli vikna.  Verð á grænmeti og ávöxtum sveiflast alla jafna nokkuð og er verð á einstaka tegundum mjög háð árstíðarsveiflum. Þetta endurspeglast í verðmælingunum en verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins í þessum verslunum, að Bónus undanskildu, en hefur svo farið hækkandi á seinni hluta tímabilsins.

Drykkjarvörur í vörukörfunni hafa hækkað mest í Bónus og Krónunni um 5,5%-6,5%. Í Kaskó er verð á drykkjarvörum nánast óbreytt á tímabilinu en í Nettó nemur hækkunin 3%.

Vörukarfan hækkar um 3-4% í stórmörkuðum

Verð á vörukörfunni er mælt í þremur stórmörkuðum, Hagkaupum, Nóatúni og Samkaupum-Úrval. Fram undir miðjan maí var fremur lítil breyting á verði vörukörfunnar í þessum verslunum en eftir það tók það að síga upp á við. Í heildina hækkaði verð vörukörfunnar um 3-4% á tímabilinu.

Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 3,7% á tímabilinu frá annarri vikunni í apríl til þriðju vikunnar í júní og hjá Nóatúni um 3,8%. Í Samkaupum-Úrval hækkaði karfan um 1,4% á tímabilinu en hafði fram undir júní byrjun hækkað um 3% en lækkað svo milli síðustu tveggja verðmælinganna.

Mun minni sveiflur eru almennt í verði á kjötvörum í þessum verslunum en í lágvöruverðsverslunum en verð þeirra sveiflast samt sem áður nokkuð á milli vikna vegna tilboðsverða. Liðurinn mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 4-5% í þessum verslunum á tímabilinu.

Verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins, að Samkaupum-Úrvali undanskildu. Það fór svo hækkandi á seinni hluta tímabilsins og hefur í heildina hækkað um 12% í Nóatúni og Samkaupum-Úrval en um 5% í Hagkaupum.

Grænmeti hækkar mikið

Verðbreytingar eru skoðaðar í þremur s.k. klukkubúðarkeðjum 10-11, 11-11 og Samkaupum-Strax sem allar eru verslanir með langan opnunartíma. Verð breyttist almennt minna í þessum verslunarkeðjum í apríl og fyrri hluta maí en á seinni hluta tímabilsins. Vörukarfan hefur hækkað um 4% í öllum klukkubúðunum frá því mælingar hófust í apríl.

Brauð og kornvörur hafa hækkað um 5-6% í klukkubúðunum, nema í 10-11 þar sem hækkunin er minni, 2,5%. Mun minni sveiflur eru í verði á kjötvörum í klukkubúðunum 10-11 og 11-11 en í öðrum verslunum. Kjötvörur í vörukörfunni hækkuðu um 5% í 10-11 á tímabilinu en verð þeirra var nánast óbreytt í 11-11.

Í Samkaupum-Strax voru nokkrar sveiflur í verði kjötvara vegna tilboðsverða en verð þeirra hefur þó heldur farið hækkandi. Mjólkurvörur, ostar og egg í vörukörfunni hafa hækkað um 5-7% í 10-11 og 11-11 en mun minna, eða um 1% í Samkaupum-strax.

Grænmeti og ávextir hafa hækkað mikið í klukkubúðunum á tímabilinu, mest í Samkaupum-strax þar sem verðið hefur hækkað allt tímabilið og í heildina um u.þ.b. 20%. Sömu sögu er að segja í 11-11 en þar nemur hækkunin í heildina 12% en í 10-11 lækkaði verð á grænmet og ávöxtum á fyrri hluta tímabilsins en tók svo að hækka eftir það og hækkaði í heildina um u.þ.b.4%. Drykkjarvörur hækkuðu um 5% bæði í 10-11 og 11-11 en verð þeirra lækkaði lítillega í Samkaupum-strax í apríl og breyttist svo lítið eftir það.

Samanburður á verðkörfu ASÍ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslageymslu

21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

„Við getum gert allt betur“

17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir

15:02 Hrein eign fólks yfir 67 ára aldri var rúmlega 40 milljónir króna að meðaltali árið 2016. Í kjölfar ummæla Brynjars Níelssonar hafði blaðamaður samband við Hagstofuna til þess að fá upplýsingar um málið. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

„Þetta er klárlega barningur“

14:53 „Markmiðið núna er að eftir 50 ár verði hlutfall skógar komið upp í 5%,“ hefur New York Times eftir Sæmundi Þorvaldssyni, verkefnisstjóra hjá Skógræktinni, í ítarlegri grein um skógrækt á Íslandi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Glæsileg Honda
Glæsileg Honda Cr-v dísel 2016 Til sölu Honda Cr-v Executive Ekinn aðeins 9 þ. k...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...