Lágvöruverslanir hækka mest

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað mest í lágvöruverðsverslunum undanfarnar 11 vikur eða um 4-9%. Hjá stóru lágvöruverðskeðjunum hefur vörukarfan hækkað um tæp 8% í Bónus og 6,5% í Krónunni. Hækkunin í öðrum verslunarkeðjum er á bilinu 3-4%. Mjólkurvörur,ostur og egg hækkaði mest í stóru lágvöruverðskeðjunum, í Bónus um 9% og Krónunni um 12% en hækkunin var 5-6% í Nettó og Kaskó.

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs hækkað um rúm 10% það sem af er ári og þar af um tæplega 9% frá því í marsmánuði.

Brauð og kornvörur í vörukörfunni hafa á tímabilinu, síðustu 11 vikur, hækkað um 8%-11% í lágvöruverðsverslununum, að Krónunni undanskilinni þar sem hækkunin er rúm 4%. <p>Kjötvörur eru sá vöruliður sem verð sveiflast jafnan mest á milli vikna í lágvöruverðsverslunum. Þetta skýrist af því að tímabundnir afslættir eru oft veittir af þessum vörum sem veldur miklum sveiflum í verði á milli vikna.  Verð á grænmeti og ávöxtum sveiflast alla jafna nokkuð og er verð á einstaka tegundum mjög háð árstíðarsveiflum. Þetta endurspeglast í verðmælingunum en verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins í þessum verslunum, að Bónus undanskildu, en hefur svo farið hækkandi á seinni hluta tímabilsins.

Drykkjarvörur í vörukörfunni hafa hækkað mest í Bónus og Krónunni um 5,5%-6,5%. Í Kaskó er verð á drykkjarvörum nánast óbreytt á tímabilinu en í Nettó nemur hækkunin 3%.

Vörukarfan hækkar um 3-4% í stórmörkuðum

Verð á vörukörfunni er mælt í þremur stórmörkuðum, Hagkaupum, Nóatúni og Samkaupum-Úrval. Fram undir miðjan maí var fremur lítil breyting á verði vörukörfunnar í þessum verslunum en eftir það tók það að síga upp á við. Í heildina hækkaði verð vörukörfunnar um 3-4% á tímabilinu.

Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 3,7% á tímabilinu frá annarri vikunni í apríl til þriðju vikunnar í júní og hjá Nóatúni um 3,8%. Í Samkaupum-Úrval hækkaði karfan um 1,4% á tímabilinu en hafði fram undir júní byrjun hækkað um 3% en lækkað svo milli síðustu tveggja verðmælinganna.

Mun minni sveiflur eru almennt í verði á kjötvörum í þessum verslunum en í lágvöruverðsverslunum en verð þeirra sveiflast samt sem áður nokkuð á milli vikna vegna tilboðsverða. Liðurinn mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 4-5% í þessum verslunum á tímabilinu.

Verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins, að Samkaupum-Úrvali undanskildu. Það fór svo hækkandi á seinni hluta tímabilsins og hefur í heildina hækkað um 12% í Nóatúni og Samkaupum-Úrval en um 5% í Hagkaupum.

Grænmeti hækkar mikið

Verðbreytingar eru skoðaðar í þremur s.k. klukkubúðarkeðjum 10-11, 11-11 og Samkaupum-Strax sem allar eru verslanir með langan opnunartíma. Verð breyttist almennt minna í þessum verslunarkeðjum í apríl og fyrri hluta maí en á seinni hluta tímabilsins. Vörukarfan hefur hækkað um 4% í öllum klukkubúðunum frá því mælingar hófust í apríl.

Brauð og kornvörur hafa hækkað um 5-6% í klukkubúðunum, nema í 10-11 þar sem hækkunin er minni, 2,5%. Mun minni sveiflur eru í verði á kjötvörum í klukkubúðunum 10-11 og 11-11 en í öðrum verslunum. Kjötvörur í vörukörfunni hækkuðu um 5% í 10-11 á tímabilinu en verð þeirra var nánast óbreytt í 11-11.

Í Samkaupum-Strax voru nokkrar sveiflur í verði kjötvara vegna tilboðsverða en verð þeirra hefur þó heldur farið hækkandi. Mjólkurvörur, ostar og egg í vörukörfunni hafa hækkað um 5-7% í 10-11 og 11-11 en mun minna, eða um 1% í Samkaupum-strax.

Grænmeti og ávextir hafa hækkað mikið í klukkubúðunum á tímabilinu, mest í Samkaupum-strax þar sem verðið hefur hækkað allt tímabilið og í heildina um u.þ.b. 20%. Sömu sögu er að segja í 11-11 en þar nemur hækkunin í heildina 12% en í 10-11 lækkaði verð á grænmet og ávöxtum á fyrri hluta tímabilsins en tók svo að hækka eftir það og hækkaði í heildina um u.þ.b.4%. Drykkjarvörur hækkuðu um 5% bæði í 10-11 og 11-11 en verð þeirra lækkaði lítillega í Samkaupum-strax í apríl og breyttist svo lítið eftir það.

Samanburður á verðkörfu ASÍ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir fjölskylduna fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Hlé á fundi fjárlaganefndar

11:17 Hlé var gert á fundi nýrrar fjárlaganefndar sem hófst klukkan 8:30 í morgun, en þingfundur hófst klukkan 10:30. Nefndin heldur áfram fundi klukkan 15:30 í dag. Fjárlögin eru eina mál á dagskrá fjárlaganefndar. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Síbrotamaður handtekinn í vínbúð

11:04 Karlmaður, sem grunaður er um að hafa verið á ferðinni um skeið og hnuplað varningi úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, var í fyrradag handtekinn eftir tilraun til þjófnaðar úr vínbúð. Meira »

Ýmis mál tekin fyrir á þingfundi í dag

10:05 Þingfundur hefst klukkan hálfellefu í dag en meðal þeirra mála sem verða tekin fyrir eru frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga vegna iðnnáms, frumvörp umhverfis- og auðlindaráðherra um mannvirki og varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og frumvörp félags- og jafnréttismálaráðherra varðandi ýmsa þjónustu við fatlað fólk. Meira »

Algjör kvennasprengja

09:50 Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem er á leið á Sundance er algjör kvennasprengja þar sem konur eru allt í öllu. Myndin er fyrsta mynd Ísoldar í fullri lengd og í henni fer Kristín Þóra Haraldsdóttir með sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Meira »

Gul ábending fyrir fjallvegi

09:42 Vegagerðin hefur sent út gula ábendingu fyrir fjallvegi á vestanverðu landinu í dag. Búast má við slyddukrapa eða snjókomu á Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Kleifaheiði fram eftir degi. Meira »

Prentar út jólagjafir

09:10 Jólasveinninn Pottaskefill hefur gefið út að hann ætli að fara óhefðbundnar leiðir í gjafavali í ár. Í stað þess að gefa leikföng eða sælgæti eins og venjan hefur verið, hefur hann ákveðið að gefa Sannar gjafir UNICEF. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær ævintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...