Leituðu skjóls í hvassviðrinu

Um þrjátíu manns leituðu skjóls í Íþróttahúsinu á Hellu í nótt vegna mikils hvassviðris í gærkvöldi  en nokkur þúsund hestamenn eru nú samankomnir á Hellu vegna Landsmóts hestamanna. Aðgerðir vegna hvassviðrisins gengu vel, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli, og Selfossi voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða fólk við að taka niður tjöld og voru flutningabílar notaðir til að mynda skjól við sölutjöld.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli voru um tíu bílar fengnir í þetta verkefni, m.a. sex bílar sem biðu þess að komast áfram austur á land  

Mjög hvessti á svæðinu á milliklukkan sex og sjö í gærkvöldi en veðrið gekk að mestu niður fyrir miðnætti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert