Annar handtekinn í húsbílasmygli

Lögreglumenn við fíkniefnin, sem fundust í húsbílnum.
Lögreglumenn við fíkniefnin, sem fundust í húsbílnum. mbl.is/Júlíus

Fíkniefnadeild LRH hefur að undanförnu unnið að rannsókn málsins sem kom upp á Seyðisfirði um miðjan júní þegar maður var handtekinn með 190 kg af hassi í húsbíl sem kom til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu. Á miðvikudag handtók lögreglan mann á fimmtugsaldri í þágu rannsóknar málsins. Maðurinn var samdægurs úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.

Rannsókn málsins heldur áfram en frekari upplýsingar af gangi hennar verða ekki veittar að sinni, að sögn lögreglunnar.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert