Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Keníumanninum Paul Ramses úr landi. Allsherjarnefnd Alþingis fundar um málið á morgun að beiðni Vinstri grænna. Það er RÚV sem greinir frá þessu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur falið sendifulltrúa íslands á Ítalíu að tala máli Ramses og tryggja að hann fái réttláta málsmeðferð þar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert