850 veðköll á þremur vikum

Margir eigendur hlutabréfa, sem tóku lán fyrir hlutabréfakaupunum, eru nú í vanda staddir vegna verðlækkunar bréfanna. Veðköll vegna lána til hlutabréfakaupa hjá tíu stærstu fjármálafyrirtækjum landsins hafa verið 850 talsins undanfarnar þrjár vikur samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu, FME.

Eftirlitið byggir tölur sínar á upplýsingum frá fjármálafyrirtækjunum og er þar miðað við samstæðugrunn, þ.e. veðköll í öllum löndum sem fyrirtækin starfa í. Ekki fengust upplýsingar um hversu mörg þessara veðkalla voru gerð hér á landi.

Í kjölfar þessa hafa þó aðeins tveir eigendur verið þvingaðir til að selja bréf sín, en það bendir til þess að fjármálafyrirtækin hafi í flestum tilvikum fengið auknar tryggingar fyrir lánum sínum, umfram hlutabréfin sjálf.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, telur rétt að benda á að við veðköll, eins og í öðrum tilvikum, er mikilvægt að gætt sé jafnræðis fjárfesta, að sambærileg tilvik séu meðhöndluð á sambærilegan hátt og armslengdarsjónarmiða gætt, þ.e. að tengsl milli aðila hafi ekki áhrif. Jafnframt þurfi fjármálafyrirtæki að sýna varfærni í að slaka á kröfum um tryggingaþekju þó svo að verð hlutabréfa hafi lækkað. Tryggingaþekja er verðmæti veðsins auk viðbótartrygginga sem hlutfall af láninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert