Þjófar á ferð í borginni

Fingralangir einstaklingar hafa látið að sér kveða í borginni í dag og í nótt, en alls hefur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist fjórar tilkynningar um innbrot eða tilraun til þjófnaðar í morgun.

Brotist var inn í vinnuskúr á nýbyggingarsvæði í Reykjavík og var vinnufatnaði og verkfærum stolið. Þá fóru þjófar einnig inn í bifreið og bílskúr í borginni.

Að sögn lögreglu kom íbúi í Rauðagerði í Reykjavík að manni þar sem hann gerði sig líklegan til að stela gaskúti sem var tengdur við gasgrill í garði. Þjófurinn tók til fótanna þegar hann varð var við manninn og mistókst því ætlunarverk sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert