Vilja takmarkanir á RÚV

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar

„Þetta er ekki nýtt sjónarmið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, um grein Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Skjás miðla ehf., og Friðriks Eysteinssonar, formanns Samtaka auglýsenda.

Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hvöttu þau til þess að sett yrðu takmörk á umsvif ríkissjónvarps á auglýsingamarkaði umfram einkastöðvarnar, en lagabreytinga er að vænta um heildarmagn leyfilegra auglýsinga vegna nýrrar sjónvarpstilskipunar Evrópusambandsins. Samkvæmt tilskipuninni verður leyfilegt heildarmagn 15% af daglegum útsendingartíma en er nú 20%.

Þorgerður segir að þetta verði skoðað í ráðuneytinu í tengslum við endurskoðun laganna en bendir á að ólíkt t.d. hinum Norðurlandaþjóðunum hafi Ísland ávallt heimilað auglýsingar í ríkisútvarpi. Samræma verði kröfur sem gerðar eru til ríkisfjölmiðilsins á menningarlegum forsendum og hins vegar kröfu um fjölbreytni á ljósvakamarkaðnum. Hafa verði rekstrarumhverfið þannig að öðrum sé kleift að starfa á markaðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert