Haldið áfram að leita á Esjunni

Frá leitinni í gær.
Frá leitinni í gær. mbl.is/hag

Björgunarsveitarmenn hófu aftur leit að manninum sem sást ganga nakinn á Esjunni gær af fullum krafti upp úr kl. átta í morgun. Leit að manninum hefur staðið yfir frá því í hádeginu í gær en án árangurs. Að sögn lögreglu mun þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoða við leitina í dag líkt og í gær.

Síðast sást til mannsins þegar hópur göngumanna mætti honum í um 600 metra hæð um hádegisbil í gær. Maðurinn var nakinn og lét hópurinn lögreglu vita. 

Föt mannsins fundust neðan við Þverfellshorn í um 200 metra hæð. Sömuleiðis fundust þar skilríki og bíll hans fannst á bílastæðinu neðan við fjallið.

Þeir sem vita um ferðir mannsins eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1100.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert