Mótmæla við Landsvirkjun

Lögregla ræðir við fulltrúa Saving Iceland við höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Lögregla ræðir við fulltrúa Saving Iceland við höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Júlíus

Um þrjátíu einstaklingar á vegum samtakanna Saving Iceland fóru inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunar við  Háaleitisbraut í morgun og trufluðu þar vinnu. Mótmælendur og lögregla eru enn á staðnum en útkall vegna aðgerðanna barst lögreglu klukkan 9:13.

Fram kemur í yfirlýsingu samtakanna að þetta hafi verið gert til að mótmæla virkjunaráformum fyrirtækisins í Þjórsá og samstarfi þess við Alcoa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert