Borga tuttugu smávirkjanir í Afganistan

Á verkstæði í Kabúl.
Á verkstæði í Kabúl.

Framkvæmdir við vatnsaflsvirkjanir í Ghor-héraði, einum afskekktasta landshluta Afganistans, eru komnar á fullan skrið, en utanríkisráðuneyti Íslands fjármagnar þær að fullu.

Íslenska friðargæslan gekk frá þriggja ára samningi við félagasamtökin International Assistance Mission um smíði virkjananna í fyrra.

Ragnheiður Kolsöe þróunarfræðingur hafði umsjón með verkefninu og á þátt í að fjölmargir geta nú nýtt sér rafmagn í fyrsta skipti.

„Virkjanirnar eru byggðar í klösum. Þorp sem eru tiltölulega nálægt hvert öðru eru tekin fyrir. Það voru fjórar virkjanir byggðar í fyrra, átta verða byggðar í ár og átta á næsta ári,“ segir Ragnheiður. „Fólk í þessum þorpum býr við mjög frumstæður aðstæður. Flestir eru í sjálfsþurftarbúskap. Menntunarstig er lágt hjá fullorðnum og margir hvorki læsir né skrifandi.“

Með virkjununum er lífsviðurværi fólks í Ghor-héraðinu bætt stórlega. „Í fyrsta lagi hefur þetta þá þýðingu að íbúar Ghor-héraðs eru komnir með ljós og þurfa ekki að styðjast lengur við luktir á kvöldin. Þetta dregur úr mengun en öndunarfærasjúkdómar eru mjög algengir. Þetta lengir daginn hjá fólkinu og börnin geta lært heima. Svo getur þetta hjálpað fólkinu við að koma meiru í verk og eykur því framleiðslu. Það er því alveg ljóst að þetta bætir stórlega aðstæður fólks og líðan,“ segir Ragnheiður.

Í Ghor-héraði eru 10 sýslur og er reynt að virkja jafnt í sýslunum. Héraðið er inni í miðju landi og eru samgöngur mjög bágbornar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert