Gagnrýna mannaráðningar

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Golli

Samfylkingin í Kópavogi gagnrýnir, að ráðið hafi verið í nokkur af helstu embættum bæjarins án auglýsingar. Á aukfafundi bæjarráðs í gær var m.a. gengið frá ráðningu nýs gæðastjóra, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og sviðsstjóra menningar- og tómstundasviðs.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir, að fulltrúar flokksins hafi lagt til að stöðurnar  yrðu auglýstar í samræmi við starfsmannastefnu bæjarins og lögum um opinbera stjórnsýslu. Þeirri tillögu hafi verið hafnað með þeim rökum að verið væri að gefa starfsmönnum bæjarins tækifæri til framgangs í starfi.  Fulltrúar Samfylkingarinnar hafi bent á, að auglýsing útiloki ekki framgang starfsmanna bæjarins í starfi en tryggi aftur á móti að þeir eigi allir jafna möguleika til þess framgangs en ekki einungis þeir sem meirihlutinn velji sérstaklega.

Samfylkingin gagnrýnir sérstaklega, að í starf sviðsstjóra fræðslusviðs hafi verið ráðinn einstaklingur, sem hafi unnið hjá Kópavogsbæ í nokkra mánuði og hafi ekki faglegan bakgrunn í menntageiranum heldur sé  stjórnmálafræðingur með meistarapróf í starfsmannastjórnun. Segist flokkurinn telja, að teljum við að það skipti máli fyrir skólastjóra í Kópavogi og þar með metnaðarfullt skólastarf að faglegur leiðtogi  sé vel menntaður á sviði skólamála með marktæka reynslu og þekkingu af fræðslu- og uppeldismálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert