Þemað er elskulegheit

Fjölmenni á Ráðhústorgi á hátíðinni Ein með öllu.
Fjölmenni á Ráðhústorgi á hátíðinni Ein með öllu. mbl.is/Margrét Þóra

Margrét Blöndal, framkvæmdastjóri hátíðarinnar Ein með öllu og allt undir sem haldin verður á Akureyri um verslunarmannahelgina segir  segir að þemað sé elskulegheit og að árangurinn verði mældur í brosum. Það er fréttavefurinn Vikudagur sem skýrir frá þessu.

Margrét sagði að mjög jákvæð stemmning hafi verið í kringum verkefnið og allir tekið sér vel. Hún segir markmiðið að sýna Akureyri eins og hún er en einnig verði litið til fortíðar.

Tjaldsvæði verða á þremur stöðum í bænum um verslunarmannahelgina. Skátarnir munu reka fjölskyldutjaldsvæði að Hömrum og við Þórunnarstræti en Íþróttafélagið Þór mun reka þriðja tjaldsvæðið á svæði sunnan við Norðurorku. Á tjaldsvæði Þórs verða rýmri útivistarreglur en reglur að öðru leyti þær sömu á öllum svæðunum. Ekki verður um hert aldurstakmörk að ræða og gestir undir 18 ára eru velkomnir í fylgd foreldra og forráðamanna.

 Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu sagði að það væri ekki gott að þjóna fólki með mismunandi þarfir á sama svæðinu. "Hingað kemur líka fólk sem vill vaka meira og sofa minna. Flestir munu því velja sín tjaldsvæði sjálfir og reynslan mun sýna að það verður aldurskipting á þeim," sagði Þórgnýr.

Meira á vef Vikudags.

Vefur Einnar með öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert