Hótaði að kveikja í gaskút

Slökkvilið og lögregla voru kölluð að íbúð við Kirkjuvelli í Hafnarfirði um klukkan hálf fjögur í nótt en þar lagði reyk út um glugga.

Í ljós kom að kona, sem þarna býr hafði kveikt eld í íbúð sinni og þegar lögregla kom hótaði hún að taka gaskút af gasgrilli og kveikja í honum. Lögregla náði að koma í veg fyrir það. Var konan handtekin og er nú í haldi. Skamman tíma tók að slökkva eldinn.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var mikill erill í nótt. Fimm voru í fangageymslum í morgun.

Þá  stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum ökumann í nótt á Reykjanesbraut þar sem hraði hans mældist 155 km/klst. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert