Ingibjörg Sólrún heimsækir Mountain

Ingibjörg Sólrún með Vestur-Íslendingum í Mountain.
Ingibjörg Sólrún með Vestur-Íslendingum í Mountain. mbl.is/Steinþór

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kom um helgina til  smábæjarins Mountain í Norður Dakota þar sem árleg Íslandshátíð, Deuce of August Icelandic Celebration, var haldin í 109. sinn. Margir Íslendingar fluttu til Mountain á 19. öld.

AP fréttastofan fjallar um heimsókn Ingibjargar Sólrúnar í dag og segir þetta í fyrsta skipti, sem ráðherrann kemur til Norður Dakóta. AP hefur eftir Ingibjörgu Sólrúnu, að Íslendingar hafi góð vináttutengsl við íbúa í Norður Dakóta en lítil viðskipti séu milli þessara ríkja. Slíkt taki þó tíma að þróast.

Íbúar Mountain eru aðeins um 140 og því vekur það talsverða athygli, að háttsettir íslenskir embættismenn sækja jafnan bæinn heim þegar Íslandshátíðin er haldin. Á síðasta ári var Geir H. Haarde, forsætisráðherra, gestur á hátíðinni.

Ingibjörg Sólrún fór í dag til Gimli í Manitoba í Kanada þar sem Íslendingadagshátíð er haldin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert