Áhrif hlýnunar jákvæð á gróður

Íslenskir kornakrar gætu stækkað á næstu áratugum.
Íslenskir kornakrar gætu stækkað á næstu áratugum.

Áhrif loftslagsbreytinga á landbúnað hér á landi verða líklega að mestu leyti jákvæð. Gera má ráð fyrir aukinni uppskeru á þeim fóður- og matjurtum sem nú eru ræktaðar auk þess sem nýjar nytjategundir verða mögulegar. Þá nýtur skógrækt góðs af væntanlegum loftslagsbreytingum.

Þetta kemur m.a. fram í skýrslu, sem vísindanefnd skipuð af umhverfisráðherra, hefur skilað um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi á næstu áratugum.

Nefndin segir að áframhaldandi hlýnun muni almennt hafa jákvæð áhrif á gróðurþekju landsins. Útbreiðslumörk plantna færist ofar í landið en háfjallategundir geti látið undan síga. Breytingar á snjóa- og svellalögum geti haft neikvæð áhrif á tiltekin gróðurlendi, s.s. snjódældagróður og rústamýrar hálendisins.

Nefndin segir, að loftslagsbreytingum fylgi þó einnig ógnir fyrir hefðbundinn landbúnað og skógrækt, og felast þær helst í  aukinni ágengni meindýra og plöntusjúkdóma, hugsanlegum vetrarskemmdum, illviðrum og hækkun á sjávarstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert