Heimaþjónusta en engin mæðravernd

Á grundvelli undanþágulista verður fæðingarþjónusta óröskuð á fæðingardeildum. Ekki gildir …
Á grundvelli undanþágulista verður fæðingarþjónusta óröskuð á fæðingardeildum. Ekki gildir það sama um mæðravernd og sónarþjónustu.

Það verður að koma í ljós hvernig heilbrigðisþjónustan ætlar að komast af án ljósmæðra. Með því að leiðrétta laun ljósmæðra núna þá er verið að afstýra miklu stærra vandamáli. Á næstu tíu árum þá eigum við eftir að missa 44% ljósmæðra á eftirlaun,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands [LMFÍ].

Takmörkuð sónarþjónusta í verkfallinu

„Sú þjónusta sem ljósmæður hafa verið að veita [sónarþjónusta og mæðravernd] mun ekki verða veitt áfram, ef af þessu verður. Hins vegar eru tveir læknar á Landspítalanum sem veita sónarþjónustu og þeir munu veita hana áfram,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Björn segir ekki liggja fyrir hvaða úrræðum verði beitt ef til verkfalls ljósmæðra komi.

„Þetta er vandamál sem heilbrigðisþjónustan hefur ekki staðið frammi fyrir áður. Við munum væntanlega finna lausn ef af verkfalli verður en ég vona innilega að samið verði í tæka tíð svo hjá því verði komist,“ segir Björn jafnframt. Hann segir of snemmt að svara því hvað geti falist í slíkri lausn. Þetta hafi aðeins verið lauslega rætt meðal stjórnenda.

Heimaþjónusta sem ljósmæður veita, og Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir, er undanskilin kjaradeilu ljósmæðra, en um verktakagreiðslur er að ræða. Heimaþjónustan verður því veitt áfram. „Heimaþjónustan er ekki rædd á fundum hjá okkur,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður kjaranefndar LMFÍ.

Ef til verkfalla kemur gilda undanþágulistar sem tryggja neyðarþjónustu. Undanþágulistarnir eru mjög mismunandi eftir stofnunum. Þeir hafa ekki verið uppfærðir í 13 ár en slíkur listi var birtur í Lögbirtingi árið 2001. „Mér finnst líklegt að ljósmæður muni ekki samþykkja undanþágulistana, þegar og ef að verkfalli kemur,“ segir Björn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert